Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið út skýrslu um starfsemi Ofanflóðanefndar vegna tímabilsins 2022-2023. Skýrslan er sú sjötta í röðinni um starfsemi nefndarinnar frá því að hún hóf störf í ársbyrjun 1996.
Í skýrslunni má finna yfirlit um verkefni nefndarinnar.
Á árunum 2025 – 2028 eru eftirtalin verk á áætlun á Vestfjörðum:
Patreksfjörður: Fyrirhugað að ljúka við hönnun varna í Stekkagili, ofan Sigtúnssvæðisins og í og við Litladalsá. Einnig er fyrirhugað að framkvæmdir við varnir verði boðnar út og framkvæmdir fari af stað.
Tálknafjörður: Fyrirhugað er að ljúka við mat á umhverfisáhrifum og hönnun varna.
Bolungarvík: Fyrirhugað er að unnið verði að matsfyrirspurn og hönnun mannvirkja til að draga úr vindáhrifum neðan varnargarða.
Flateyri: Fyrirhugað að ljúka framkvæmdum við endurbættar varnir.
Hnífsdalur: Ljúka við hönnun varna og að bjóða út framkvæmdir við þær.