Samgöngunefnd Alþingis: ræðir á morgun öryggi og bættan viðbúnað í jarðgöngum

Bjarni Jónsson, alþm. og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hefur sett á dagskrá fundar nefndarinnar á morgun öryggismál og viðbúnað í veggöngum.

Bjarni segir mikilvægt að kalla eftir upplýsingum og öryggisúttekt, ekki síst á einbreiðum jarðgöngum vegna alvarlegra öryggisbresta, atvika og slysa, nú síðast við Vestfjarðagöng. Ekki síður mikilvægt að kalla eftir aðgerðaáætlun um hvernig öryggi vegfarenda um þessi göng verði betur tryggt, strax með nýjum og endurnýjuðum búnaði og góðri umhirðu. „En svo einnig setja meiri krafti í undirbúning og framkvæmdaáætlun fyrir breikkun hættulegra einbreiðra jarðgangna. Það á einnig við Súgandafjarðargöng og víðar þar sem hafa orðið alvarleg slys eða aðstæður bjóða þeirri hættu heim“ segir Bjarni.

DEILA