Rútubruninn í Tungudal : hvað ef brennur í Vestfjarðagöngunum?

Rútan brennur. Mynd: aðsend.

Rútubruninn í Tungudal í gær var alvarlegur atburður. Þegar rúta með 60 manns innanborðs brennur getur hæglega farið illa.

En rétt er að árétta að svo fór ekki varðandi farþegana. Þeir sluppu allir ómeiddir. Bílstjórinn brást rétt við eftir því sem best verður séð. Hann kom öllu farþegunum út tímanlega. Slökkviliðið stóð sig vel og brást skjótt við.

En það munaði mjóu. Rútan var rétt komin út úr göngunum þegar eldurinn kom upp. Það hefur varla verið liðin meira en mínúta frá því að rútan var inn í göngunum. Hvað ef þetta hefði gerst 1 – 2 mínútum fyrr þá hefði rútan verið inni í göngunum og hvað ef hún hefði verið í einbreiða hlutanum?

Þessar spurningar vakna óhjákvæmilega og Bæjarins besta hefur sent bæði lögreglustjóranum á Vestfjörðum og slökkvistjóranum á Ísafirði fyrirspurn um það hvernig slökkviliðið og lögreglan eru í stakk búin við  að takast á við eld  inn í Vestfjarðagöngunum.

Þetta þarf að skýra og vinna að úrbótum ef með þarf. Hver er viðbragðsáætlunin og er það til staðar sem þarf og skiptir máli hvort göngin eru einbreið eða tvíbreið.

Nú er rétt að fara yfir alla öryggisþætti málsins.

-k

Rútan er gerónýt.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA