Tekta ehf er að byggja fjögurra íbúða raðhús á Reykhólum. Hver íbúð er 55 fermetrar að stærð og var húsið sett saman og reist á aðeins fjórum dögum. Byggt er úr sjálfbærum efnum til að draga úr umhverfisáhrifum.
Það er Reykhólahreppur sem er kaupandi og um er að ræða almenn húsnæði sem verður leigt út. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti segir að mikill skortur sé á húsnæði í sveitarfélaginu og að fretari íbúðabyggingar séu framundan.
Nýja raðhúsið.
Myndir: Tekta hef.