Reykhólar: 2 raðhús með 8 íbúðir í byggingu

Grunnur að raðhúsi Bríetar. Myndir: Kjartan Þór Ragnarsson.

Íbúðaleigufélögin Brák og Bríet eru hvor um sig að byggja fjögurra íbúða raðhús á Reykhólum og eru byggingaframkvæmdir hafnar. Auk þeirra er Tekta ehf að byggja raðhús með fjórum íbúðum fyrir Reykhólahrepp. Samtals eru því 12 íbúðir í byggingu þessa dagana á Reykhólum.

Til viðbótar mun sveitarfélagð innrétta í vetur tvær leiguíbúðir í Barmahlíð efri hæð fyrir eldri íbúða.

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri.

Íbúðir Bríets eru almennar leiguíbúðir en Brák byggir 4 íbúða raðhús skv. lögum um 52/2016 með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélaga. ca. 20 millj. frá Reykhólahreppi að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti Reykhólahrepps segir mikla þörf fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, bæði hjá Reykhólahreppi og fyrirtækjum.

Grunnur að raðhúsi Brákar.

DEILA