Ester Rut Unnsteinsdóttir Ph.D. í spendýravistfræði og refagengið ICEFOX (rannsóknarhópur) verða með áhugaverða kynningu á Melrakkasetrinu í Súðavík mánudaginn 30. september 2024 kl. 20-22.
Ester Rut er spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og kom að stofnun Melrakkasetursins og sat í stjórn félagsins um árabil og hefur sinnt refarannsóknum á Hornströndum með meiru.
Rannsóknin sem sagt verður frá hefur það markmiði að vinna stofnlíkan sem lýsir stofnvistfræði tegundarinnar á mismunandi landsvæðum.
Unnið hefur verið með veiðigögn (veiðitölur) og úrvinnslugögn (hræ frá veiðimönnum) ásamt því að fylgjast með ferðum dýra með senditæki.
Áhersla er lögð á þrjú landsvæði, N-Ísafjarðarsýslu, N-Múlasýslu og Árnessýslu og hittist hópurinn árlega einu þessara svæða til fundar og samstarfs. Nú mun hópurinn hittast á Vestfjörðum til að vinna saman í niðurstöðum og greinaskrifum.
Fulltrúa sveitastjórna, og veiðimenn, sem eru lykilaðilar vegna fyrirkomulags refaveiða og vöktunar refastofnsins ættu ekki að láta þennan fund fram hjá sér fara.
Náttúrufræðistofnun leiðir rannsóknarverkefni sem styrk er af Rannís og kallast ICEFOX en það fjallar um stofngerð íslenska refsins. Samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Moncton fylki í Kanada.