Heimastjórn Patreksfjarðar hefur samþykkt 120 metra færslu á lóð undir spennistöð sem Orkubú Vestfjarða fékk úthlutað á síðasta ári.
Staðsetningin var óhentug fyrir Orkubúið og segir í erindi fyrirtækisins að hún sé berskjölduð fyrir ofanflóði úr hlíðinni fyrir ofan og einnig er hún þannig staðsett að spennistöðvarhúsið mun vera mjög áberandi frá veginum.
Frá spennistöðinni mun liggja sæstrengur sem liggur út í fóðurpramma en fyrir utan eyrina eru eldiskvíar.
Kostir þessarar staðsetningar eru að mati OV þarna er mun styttra að fara í 19kV háspennustrenginn sem liggur niður á eyrina og sýnileikinn frá veginum verður mun takmarkaðri.