Skipulag- og framkvæmdaráð Vesturbyggðar leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar um landfyllingu meðfram Strandgötu á Patreksfirði fyrir nýtt íbúðarsvæði og stækkun á miðsvæði og svæði fyrir samfélagsþjónustu. Skipulagsbreytingin fari svo í almenna kynningu.
Vísað er til þess að samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins er talin þörf á að byggja 229 nýjar íbúðir í Vesturbyggð á næstu 10 árum. Mikil ásókn er í íbúðarlóðir á Patreksfirði og byggingarhæfum lóðum fer sífellt fækkandi.
Aðalskipulagsbreytingin felst í skipulagningu landfyllingar meðfram Strandgötu fyrir nýtt íbúðarsvæði og stækkun á miðsvæði og svæði fyrir samfélagsþjónustu.
Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er þríþætt:
- Að auka byggingarland á Patreksfirði og tryggja nægt og fjölbreytt framboð íbúðar-, verslunar og
þjónustulóða, í samræmi við meginmarkið aðalskipulags, húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og Sóknaráætlun Vestfjarða.
. - Að styrkja miðbæ Patreksfjarðar með því að skapa tækifæri til að þétta byggðina miðsvæðis. Með
nýjum miðbæ og aðgengi fólks að þjónustu á sama svæði yrði bæjarbragur betri á Patreksfirði, þangað sem fólk sækir þjónustu og afþreyingu. - Að færa þungaumferð frá leikskólalóðinni við Araklett og skapa möguleika á stækkun lóðarinnar með
stækkandi byggð.
Aðalskipulagsbreytingin muni skapa byggingarland og tryggja framboð af íbúðalóðum.