Nýtt skilti fyrir stærri bíla­stæði hreyfi­haml­aðra afhjúp­að – það fyrsta í heimi

Nýtt skilti fyrir stærri bíla­stæði hreyfi­haml­aðra afhjúp­að – það fyrsta í heimi

ÖBÍ réttindasamtök og Vegagerðin afhjúpuðu ásamt borgarstjóra nýtt umferðarmerki fyrir bílastæði hreyfihamlaðra við Laugardalslaug þann 11. september síðastliðinn.

Hið nýja merki, sem var á meðal þeirra sem tóku gildi í reglugerð í mars síðastliðnum, er sérstaklega ætlað fyrir stærstu bílastæði hreyfihamlaðra sem nýtast lyftubílum og var tekið í gildi að beiðni ÖBÍ réttindasamtaka. Umferðarmerkið er hvergi annars staðar í notkun í heiminum.

Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, mun hélt tölu um mikilvægi merkisins og afhjúpaði skiltið ásamt Einari Þorsteinssyni borgarstjóra. Þá hélt borgarstjóri halda stutta tölu áður en Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ, lagði í fyrsta sinn í stæði sem merkt er með þessum hætti.

Með þeim við afhjúpunina voru Einar Pálsson, forstöðumaður vegaþjónustudeildar Vegagerðarinnar, og aðgengishópur ÖBÍ réttindasamtaka.

„Aðgengishópurinn er búinn að berjast fyrir þessu síðan 2018. Ég hef það fyrir víst að þetta er eina svona skiltið sem til er í heiminum. Þetta er sérstaklega fyrir þessi stæði sem eru fyrir þau sem nota stóra bíla og eru með lyftu. Við erum mjög hamingjusöm með að hafa náð þessu í framkvæmd,“ sagði Alma Ýr, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, við afhjúpunina.

DEILA