Ný bók – Þú ringlaði karlmaður: Tilraun til kerfisuppfærslu

Ísfirðingurinn Rúnar Helgi Vignisson hefur sent frá sér bókina Þú ringlaði karlmaður: Tilraun til kerfisuppfærslu

Aðalpersónan í þessari sannsögu er höfundurinn sjálfur á ýmsum þroskastigum.

Í kjölfar #metoo og eigin tilvistarglímu ákvað hann að takast á við kynjaumræðu samtímans. Úr varð þetta rit þar sem hann teflir nýjustu rannsóknum gegn aldagömlu tregðulögmáli í samfélaginu en þó kannski ekki síst í honum sjálfum.

Höfundur gerir hér upp karlmennskuhugmyndir mótunaráranna um leið og hann mátar sjálfsmynd sína við þær áherslur sem nú eru efstar á baugi þegar kemur að karlmönnum, karlmennsku og samskiptum kynjanna.

DEILA