Gerður hefur verið samningur milli Hafna Ísafjarðarbæjar og Mílu um fjarskiptastöð á Þingeyri. Míla fær aðstöðu fyrir loftnet, sendabúnað og tækjaskáp á og við ljósamastur í Þingeyrarhöfn. Samningurinn er til fimm ára og endurnýjast hann sjálfkrafa um ár í senn ef ekki kemur til uppsagnar. Ársleigan er 350.000 kr. Míla mun greiða kostnað við rafmagn fyrir tækjabúnað á sínum vegum.
Búnaðurinn sem fer í notkun þarna mun stórbæta 4G og 5G á svæðinu fyrir fólk og fyrirtæki samkvæmt upplýsingum frá Mílu.