Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir aðspurð um nýlagt malbik á Suðurtanga að hún eigi eftir að funda með verkeftirlitinu og fá betri upplýsingar um hvað hafi farið úrskeiðis, þannig það sé ekki tímabært að kveða á um ábyrgðina að svo stöddu.
„Ljóst er að þetta er ekki eins og þetta á að vera og þurfum við komast í botns í þessu.“ segir Arna Lára.
Í gær sagði Jóhann B. Helgason eftirlitsmaður Ísafjarðarbæjar að það væri verið að skoða malbikið og athuga hvort það yrði ekki í lagi. Hann sagði að undirlagið væri ekki nægilega gott. „Gatan var gerð fyrir nokkrum árum síðan og því var bara sett 15 cm burðarlag á götuna, það hefði þó mátt vera betra. Hins vegar virðist gatan fljóta ofan á sandinum, við tókum ekki eftir þessu fyrr en rétt fyrir malbik.“