Kvikmyndin Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Ísafjarðarbíó síðustu daga og hafa nú þegar 850 manns séð myndina.
Steinþór Friðriksson býst við að gömul aðsóknarmet muni falla en metin eiga Mamma Mia og Titanic sem fóru í u.þ.b. 1000 manns, og hefur því verið bætt við sýningum næstu daga. Þess skal getið að einnig verða sýningar með enskum texta vegna fjölda fyrirspurna.
Ljósvíkingar er gamansöm mynd sem fjallar um tvo æskuvini á Ísafirði sem reka fiskveitingastað og er myndin að nær öllu tekin upp á Ísafirði og nágrenni.
Hægt er að panta miða á facebook-síðu Ísafjarðarbíós og eru nýir sýningartímar eftirfarandi:
Fimmtudagur 12.sept kl. 8
Föstudagur 13.sept kl. 8
Sunnudagur 15.sept kl. 5
Mánudagur 16.sept kl. 8
Þriðjudag 17.sept kl. 8