Meðal félaga sem kynntu starfsem sínai í Edinborgarhúsinu á laugardaginn var félagið Ladies circle 17 – N-Vestfirðir.
Ladies circle eru alþjóðleg góðgerðar- og vináttusamtök fyrir konur á aldrinum 18 – 45 ára. Einkunnarorð samtakanna eru vinátta og hjálpsemi.
Markmið samtakanna er að
• Efla konur í framkomu og styrkja sjálfsmynd þeirra.
• Auka áhugasvið og þekkingu á lifnaðarháttum annarra.
• Efla sjálfstæði og umburðarlyndi.
• Efla alþjóðlegan skilning og vináttu.
Merki samtakanna táknar hjól rokksins, sem er tákn kvenna frá gamalli tíð og er hjólinu skipt upp í 6 hjörtu sem tákna:
Vináttu – Umburðarlyndi – Tillitsemi – Heiðarleika – Jákvæðni – Náungakærleika.
Ladies Circle var stofnað í Englandi árið 1936. Fyrsti LC klúbburinn var í Bournemouth og var hann stofnaður af eiginkonum Round Table manna. Þaðan breiddist félagsskapurinn út til Svíþjóðar og Danmerkur. Í dag eru félögin starfandi í 40 löndum og félagskonur um 13.000.
Ladies Circle Ísland (LC 1) var stofnað 28. apríl 1988 á Akureyri. Í framhaldinu voru stofnaðir tveir klúbbar í Reykjavík, LC 2 árið 1990 og LC 3 1994 og þá var fyrsta landsstjórn LCÍ mynduð 8. júní 1994. Á norðanverðum Vestfjörðum var stofnað félag sem var nr 17 í röðinni og því heitir það Ladies circle 17. Formaður þess er Vigdís Pála Halldórsdóttir.
Það var Petra Rut Jónsdóttir sem sá um kynninguna í Edinborgarhúsinu. Hún sagði að nú væri 23 félög á Íslandi og í LC 17 væru 15 konur. Vetrarstarfið er að byrja og verður kynningarfundur á morgun, miðvikudag kl 20 á Ísafirði og þær konur sem hafa áhuga geta sent skilaboð á netfangið lc17iceland@gmail.com.
Á heimasíðu samtakanna er að finna frekari upplýsingar um starfið www.ladiescircle.is
Félagskonur í Skötufirði.
Mynd: aðsend.