Kynning á félagsstarfi á norðanverðum Vestfjörðum

Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður í samstarfi við Vestfjarðastofu standa fyrir kynningardegi á félagsstarfi á norðanverðum Vestfjörðum.

Viðburðurinn sem hefur fengið heitið Í góðum félagsskap fer fram laugardaginn 21. september í Edinborgarhúsinu, frá kl. 14:00-16:00.

Þeir sem vilja kynna félagsstarf fá úthlutað plássi þar sem þeir geta sett upp sinn eigin kynningarbás. Á básnum fer fram fræðsla um viðkomandi starfsemi og gefst þar færi á að hvetja fólk til þátttöku í starfinu. 

Sérstök áhersla er lögð á að kynna nýjum íbúum í sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum allt það skemmtilega félagsstarf sem fram fer á svæðinu – en allir íbúar nýir sem gamlir – velkomnir að finna sér eitthvað spennandi að fást við.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á vefsíðu Vestfjarðastofu.

DEILA