Klettháls: samið um snjómokstur til þriggja ára

Klettháls í dag frá myndavél Vegagerðarinnar. Séð til suðurs.

Vegagerðin gekk í síðasta mánuði frá samningi við Flakkarann ehf á Brjánslæk um vetrarþjónustu, þ.e. snjómokstur og hálkuvarnir með vörubifreið, á Vestursvæði, á leiðinni Dynjandi – Klettsháls. Samningurinn er til þriggja ára með heimild um framlengingar til tveggja ára, eitt ár í senn og nær til þjónustu bæði á Dynjandisheiði og frá Flókalundi að Kletthálsi austanverðum.

Þjónustan er með vörubíl með tönn, bíllinn á að vera staðsettur skv. gögnum í Flókalundi. Akstur vörubifreiða á snjómokstursleiðum er áætlaður 18.000 km á ári.

Tilboð voru opnuð í mars sl. og bárust tvö tilboð. Flakkarinn ehf bauð 73.860.000 kr. og Þotan ehf 115.950.000 kr.

Áætlaður verktakakostnaður var 98.665.185 kr. fyrir öll þrjú árin.

Á Klettháls er vetrarþjónustan til kl 17:30 og segir í svörum Vegagerðarinnar að þjónustutíminn miðist við að vörubíllinn sé í Flókalundi.

DEILA