Ísafjörður: skúta strand við Pollgötu

Skútan í grjótinu við Pollgötuna. Mynd: Valur Richter.

Skúta sem legið hefur við legufæri í Skutulsfirði, síðan í vor er komin upp í grjótið við Pollgötuna. Björgunarsveitin og björgunarskipið Gísli Jónsson komin á staðinn og lóðsbáturinn bíður átekta. Björgunaraðgerðir eru hafnar. Allhvasst er á Ísafirði.

Um er að ræða stálbát smíðaður á Siglufirði og eru íslenskir eigendur að honum.

Uppfært kl 10:33. Búið er að draga skútuna út úr grjótinu.

DEILA