Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur staðfest úthlutun lóðar E2 á Mávagarði til Olíudreifingar. Lóðin er við hlið núverandi lóðar fyrirtækisins. Lóðin er ætluð fyrir birgðatanka fyrir metanól og ammóníak. Er Olíudreifing að horfa til þess að útgerðin taki upp í náinni framtíð nýja orkugjafa til þess að minnka kolefnissporið og auka sjálfbærni í eldsneytisöflun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.