Ísafjörður: neyðarblysi skotið á loft að tilefnislausu

Horft yfir Ísafjörð.

Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því í morgun að á laugardaginn lhafi hún fengið í gegnum Neyðarlínuna, tilkynningu frá íbúa á Ísafirði sem sagðist hafa séð fleiri en eitt neyðarblys á lofti í firðinum. Hafin var strax eftirgrennslan og þegar hún bar ekki árangur var áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns kölluð út.

Rétt fyrir miðnættið var viðbragð áhafnarinnar afturkallað þar sem fréttir bárust um að blysin stöfuðu frá hópi fólks sem komið hafði saman vegna hátíðarhalda, fyrir utan veitingastað á Skutulsfjarðareyri.

DEILA