Ísafjarðarhöfn: 200 þúsund farþegar og 642 m.kr. í tekjur

Stór dagur í höfninni 20. júlí sl. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í yfirliti frá Ísafjarðarhöfnum kemur fram að 22. ágúst sl. höfðu 163 skemmtiferðaskip komið í sumar, þar af þrjú til Þingeyrar og höfðu skilað 641.576.141 kr. tekjum til hafnanna.
Farþegafjöldi var þá kominn í 198.813. Aðeins 7 skip hafa afbókað vegna veðurs.

Framkvæmdir

Framkvæmd við þekju og lagnir á nýja kantinum voru komnar á lokasprettinn og malbikað þann 22. ágúst. Þá átti eftir að reisa ljósastaura, klára vatn og rafmagn og setja hurðir og glugga í þjónustuhúsin og setja
upp myndavélakerfi. Stefnt er að því að þær framkvæmdir klárist fyrir áramót.
Búið er að malbika ný rútubílastæði og næst er að koma gangstígagerð í útboð. Unnið er að hönnun á móttökuhúsi.

Ekkert gengur með dýpkun

Varðandi dýpkun þá hefur ekkert gengið með þá dýpkun sem eftir er við Sundabakka og Sundin. Álfsnesið kom í endaðan júlí, byrjaði á 5 daga stoppi í viðhald, náði ekki einum sólahring við vinnu áður en það bilaði aftur.


Er búið að vera bilað síðan.

DEILA