Ísafjarðarbær semur við Snerpu um ljósleiðaravæðingu

Snerpa á Ísafirði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að taka tilboði frá Snerpu á Ísafirði um ljósleiðarauppbyggingu í Ísafjarðarbæ, sem er styrkt af Fjarskiptasjóði. Verkefnið er hluti af áætlun um að ljúka ljósleiðaravæðingu styrkhæfra svæða innan sveitarfélagsins. Styrkurinn nemur allt að 80.000 kr. á hvert tengt staðfang.

Fjarskiptasjóður veitir Ísafjarðarbæ 8 m.kr. styrk vegna verkefnisins og verða 101 staðfang í sveitarfélaginu styrkt. Styrkurinn mun duga fyrir kostnaði samkvæmt tilboði Snerpu og því sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. verkið verður unnið á næstu tveimur árum, 40 – 50 staðföng verða tengd á þessu ári, 30 – 40 á næsta ári og verkinu lýkur 2026.

Snerpa mun ekki innheimta tengigjald á endanotanda og verður því verkið bæði sveitarfélaginu og notanda að kostnaðarlausu.

Skrá yfir staðföng.

DEILA