Ísafjarðarbær: íbúafjölgunin að mestu í Skutulsfirði

Frá Suðureyri. Þar hefur fjölgað íbúum um 3,5%. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Siðustu 9 mánuði hefur fjölgað um 69 manns í Ísafjarðarbæ eða um 1,8%. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er fjölgunin að mestu í þéttbýlinu í Skutulsfirði. Þar hefur fjölgað um 59 manns á þessu tímabili úr 2.783 í 2.842.

Þá hefur orðið umtalsverð fjölgun á Suðureyri. Í þéttbýlinu þar voru þann 1. september sl. 322 manns en voru 311 þann 1. desember 2023. Fjölgunin er um 11 manns eða um 3,5%.

Á Flateyri voru 201 en eru nú 203. Í þéttbýlinu á Þingeyri fjölgaði um 1 á umræddu tímabili. Íbúar með lögheimili voru 274 fyrir níu mánuðum en voru 275 um síðustu mánaðamót.

Uppfært kl 13:22 með leiðréttum tölum frá Þjóðskrá Íslands.

DEILA