Ísafjarðarbær: FabLab 1,9 m.kr.

Frá undirritun samningsins um Fablab 2018. Mynd: Aðsend.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti í síðustu viku viðauka við fjárhagsáætlun og hækkaði framlög vegna FabLab í Menntaskólanum á Ísafirði um 1.934.371 kr. úr 2,1 m.kr. í 4,0 m.kr.

Í skýringum segir að helmingur fjárhæðarinnar sé styrkur til FabLab til að halda úti þjónustsu við íbúa sveitarfélagsins. Helmingur greiðslu er vegna notkunar Grunnskólans á Ísafirði fyrir nemendur sína.

Ekki var gert ráð fyrir kostnaði við Fab Lab í fjárhagsáætlun 2024.

Í sumar tilkynntu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að ákveðið hafi verið að framlengja samninga ráðuneytanna við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár. Samhliða verða framlögin hækkuð um samtals 91 m.kr. á samningstímabilinu, eða úr 324 m.kr. í 415 m.kr. á næstu þremur árum. En 11 smiðjur eru styrktar með þessum hætti hringinn í kringum landið. Í framhaldinu samþykkti bæjarráð að vera með í rekstrinum.

DEILA