Innviðafélag Vestfjarða stofnað -14 atvinnufyrirtæki

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis.

Fjórtán atvinnufyrirtæki á Vestfjarða hafa stofnað félag til þess að vinna að bættum innviðum í fjórðungnum. „Að baki félaginu standa kraftmikil fyrirtæki á Vestfjörðum sem öll vilja tryggja vöxt og velsæld samfélagsins“ segir í kynningu. „Sterkir innviðir eru forsenda áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu með tilheyrandi aukningu lífsgæða og framlagi til þjóðarbúsins.“

Innviðafélag Vestfjarða vill sterka framtíðarsýn og átak í uppbygginu innviða,, einkum samganga og orkuinnviða á Vestfjörðum til að styðja við áframhald efnahagsuppgangsins sem nú á sér stað á Vestfjörðum.

Félagið vill fara nýjar leiðir til fjármögnunar, aukinn kraftur og forgangsröðun og samstarf atvinnulífs, íbúa og hins opinbera til að greiða niður innviðaskuldina á svæðinu og tryggja vöxt og velsæld fyrir alla.

Talsmaður félagsins er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis.

Félögin fjórtán eru:

  • Arctic Fish, Ísafirði
  • Arna, Bolungarvík
  • Arnarlax, Bíldudal
  • Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri
  • Háafell ehf., Ísafirði
  • Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf., Hnífsdal
  • Íslenska kalkþörungafélagið, Bíldudal
  • Jakob Valgeir ehf., Bolungarvík
  • Kerecis, Ísafirði
  • Klofningur ehf., Suðureyri
  • Kubbur ehf., Ísafirði
  • Norðureyri ehf., Suðureyri,
  • Oddi hf., Paterksfirði
  • Sjótækni ehf., Tálknafirði

 

DEILA