Innheimtustofnun: rannsókn langt komin

Ólafur Hauksson héaðssaksóknari segir að rannsókn á störfum tveggja fyrrverandi starfsmanna Innheimtustofnunar sveitarfélaga sé ennþá í rannsókn en hún sé tiltölulega langt komin.

Í desember 2021 sagði þáverandi stjórn af sér og ný stjórn sendi tvo starfsmenn í í tímabundið leyfi til þess „að ný stjórn geti farið yfir stöðuna og Ríkisendurskoðun geti lokið úttekt á verkefnum og starfsemi Innheimtustofnunar“ eins og sagði í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Stjórnendurnir sem um er að ræða eru forstjórinn Jón Ingvar Pálsson og forstöðumaður útibúsins á Ísafirði Bragi Axelsson.

Í apríl 2022 var Héraðssaksóknari er í aðgerðum fyrir vestan vegna rannsóknarinnar. Tíu lögreglumenn og sérfræðingar á vegum embættisins voru að störfum við skýrslutökur og húsleit. Stjórn stofnunarinnar hafði þá nýlega rift samningi við Braga og Jón Ingvar vegna alvarlegra brota í starfi og vanefnda á samningi vegna trúnaðarbrots. 

Fram kom í fréttum RÚV að Jón Ingvar hefði samið við lögmannsstofu Braga á Ísafirði um að taka að sér innheimtuverkefni fyrir stofnunina. Stofnunin sá þá um að innheimta meðlag og var með skrifstofur í Reykjavík og á Ísafirði. 

Lögum um stofnunina hefur síðan verið breytt og innheimtuverkefnin flutt til ríkisins.

DEILA