Á bæjarstjórnarfundi í Ísafjarðarbæ voru samþykktar þrjár breytingar á nefndaskipan hjá Í listanum.
Nanný Arna Guðmundsdóttir, var kosinn aðalfulltrúi Í-lista og jafnframt formaður í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Finneyjar Rakelar Árnadóttur.
Í stað Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur sem fulltrúi Í-lista og sem formaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd, var kosin Halldóra Björk Norðdahl.
Og í stað Halldóru Bjarkar Norðdahl, fulltrúa Í-lista í velferðarnefnd, var kosin Finney Rakel Árnadóttir.