Opinn kynningardagur á félagsstarfi á norðanverðum Vestfjörðum!
Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður í samstarfi við Vestfjarðastofu halda opna kynningu á félagsstarfi á svæðinu.
Kynningin fer fram laugardaginn 21. september frá klukkan 14:00-16:00 í Edinborgarhúsinu. Fjölmörg félagasamtök og íþróttafélög verða þar með bása og kynna starfsemi sína.
Á sunnanverðum Vestfjörðum verður tómstundadagur Vesturbyggðar verður haldinn í þriðja skiptið laugardaginn 21. september, í íþróttahúsinu á Tálknafirði kl. 14-16.
Á tómstundadeginum býðst félögum, klúbbum og öðrum hópum til boða að vera með bás og kynna sína starfsemi á opnu húsi.
Félagsstarfsemi í Vesturbyggð er fjölbreytt og allir íbúar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Laugardaginn 21. september ætlar svo U.M.F.T. að vera með þríþraut og sundlaugarpartý. Mæting er kl. 11:00 við Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar.