Hópslysaæfing á Gjögurflugvelli

Um síðustu helgi voru æfð viðbrögð ef til hópslyss kæmi í Árneshreppi.

Æfingin fór fram á flugvellinum á Gjögri og var líkt eftir flugslysi.

Margir komu að æfingunni og undirbúningi hennar svo sem ISAVIA, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Vestfjörðum, sjúkraflutningar og slökkvilið í Strandasýslu, björgunarsveitafólk í Árneshreppi og nálægum sveitum og starfsfólk Landspítalans.

Eins og við er að búast mæddi mest á heimafólki í Árneshreppi.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum var virkjuð, en hún hefur aðsetur í húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar, í Guðmundarbúð. Sömuleiðis var Samhæfingamiðstöð almannavarna virkjuð í Skógarhlíð.

Æfingin gekk vel og stóð heimafólk í Árneshreppi sig með miklum ágætum að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum.

DEILA