Heimila ÍS47 600 tonn aukningu í Önundarfirði

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að lífmassaaukning ÍS47 um 600 tonn af regnbogasilungi og laxi í sjókvíum í Önundarfirði, Ísafjarðarbæ, skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 111/2021.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar, greinargerð framkvæmdaraðila, umsagnir umsagnaraðila og viðbrögð framkvæmdaraðila við þeim er að finna á heimasíðu stofnunarinnar.

Með aukningu á eldi á regnbogasilungi og laxi í Önundarfirði um 600 tonn er stefnt að því að heildareldismagn verði samtals 2.500 tonn sem samræmist bæði burðarþoli sem og áhættumati Önundarfjarðar.

DEILA