Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra undirritaði í gær stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg að viðstöddum Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur staðgengli bæjarstjóra, Freyju Ragnarsdóttur Pedersen formanni umhverfis- og loftlagsráðs og Eddu Kristínu Eiríksdóttur frá Umhverfisstofnun.
Með stjórnunar- og verndaráætluninni er verið að leggja fram stefnu um verndun svæðisins og áætlun um hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um.
Í áætluninni er sett fram stefnumótun til framtíðar, ásamt aðgerðaráætlun til þriggja ára.
Áætlunin var unnin af fulltrúum Umhverfisstofnunar, fulltrúum landeigenda og fulltrúa Vesturbyggðar, einnig var hún unnin í góðu samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands.