Fyrsta raðhúsið af þremur að rísa á Reykhólum

Á Reykhólavefnum er sagt frá því að starfsmenn Tekta ehf. séu að reisa nýtt fjögurra íbúða raðhús á Reykhólum.

Þeir hófust handa þann 17. september og komin er upp önnur hliðin, allir skilveggir milli íbúða, hálfir gaflarnir og fyrsta einingin í seinni hliðina. Stefnt er að því að húsið verði komið undir þak um helgina.

Veggeiningarnar eru með klæðningu að utan, einangrun og frágengnum gluggum og hurðum. Í þakeiningunum er burðarvirki og einangrun en bárujárnið og þakpappinn er sett á þegar allt er komið upp.

Það er Tekta ehf. í Borgarnesi sem byggir þetta hús, Reykhólahreppur mun svo kaupa það þegar það er tilbúið undir tréverk. Eins og áður segir eru 4 íbúðir í húsinu, 55 mhver.

DEILA