Fundu ekki hvítabirni

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fór í könn­un­ar­flug yfir Vest­f­irði í morgun þar sem leitað var að hvíta­björn­um en í síðustu viku gekk hvíta­björn á land á Höfðaströnd í Jök­ul­fjörðum þar sem hann var felld­ur.

Þyrl­an fór af stað klukk­an 10 í morg­un og sótti lög­reglu­mann á Ísafjörð og fór svo í leit í Grunnavík, Jökulfjörðum og um Hornstrandir allt að Bjarnarfirði til að ganga úr skugga um að ekki væru fleiri hvítabirnir á ferðinni og reyndist svo ekki vera.

DEILA