Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki – áhersla lögð á minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils

Bolafjall er meðal staða sem fengið hafa úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Mynd: Haukur Sigurðsson

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025.

Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þau lög og reglur sem um sjóðinn gilda og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækjendum er bent á að kynna sér gæðaviðmið sjóðsins.

Í úthlutuninni í ár er lögð áhersla á minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils.

DEILA