Flamenco og salsa á Patreksfirði

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er með námskeið um næstu helgi fyrir alla þá sem finnst gaman að dansa og langar að kynnast flamenco og salsa.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði þessara kraftmiklu og grípandi dansa.

Námskeiðið er kennt bæði laugardag og sunnudag, tvo tíma í senn. Þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér þægilega íþróttaskó.

Kennari á námskeiðinu er Alejandra De Avila. Alejandra hefur bakgrunn í tónlist og leikhúsi og hún er menntaður kennari í tónlistar- og hreyfifræðslu.

Hún hefur starfað sem kennari við Listaháskóla Íslands, unnið með og sett upp sýningar bæði með atvinnumönnum og áhugafólki og verið með námskeið og fræðslu víða um heim.

Síðustu  ár hefur hún starfað sem kennari við Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

Nánar um þetta á frmst.is

DEILA