Fjórðungssamband Vestfirðinga: styður vegabætur vegna Hvalárvirkjunar

Stjórn Fjórðungssambandsins tók fyrir á fundi sinum fyrir tveimur vikum bréf Landsnets og Vesturverks til Vegagerðarinnar þar sem farið er fram á úrbætur á Strandavegi og Ófeigsfjarðarvegi í Árneshreppi vegna væntanlegra virkjunarframkvæmda í Hvalá.

Bókað var að stjórn FV taki undir óskir Landsnets og Vesturverks um vegabætur vegna framkvæmda við
Hvalárvirkjun en stjórnin bendir á að „mikilvægt er að umbeðnar vegabætur þurfa að fá nýtt fjármagn sem ekki verði tekið af öðrum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á Vestfjörðum. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hvetur til að undirbúningsvinnu vegna vegabóta í Árneshreppi verði hraðað sem mest.“

DEILA