Íbúum með lögheimili á Vestfjörðum hefur fjölgað um 61 frá 1. desember 2023 til 1.9. 2024 eða á níu mánaða tímabili. Fjölgunin nemur 0,8%. Landsmönnum hefur fjölgað um 1,7% á sama tímabili eða um nærri 7.000 manns. Fjölgunin á Vestfjörðum er tæpur helmingur af fjölguninni á landsvísu. Mest hefur fjölgunin verði á Suðurlandi 3,2% og næst mest á Vesturlandi 2,4%. Á Suðurnesjum hefur íbúum fækkað um 1,9% vegna eldsumbrotanna í Grindavík.
Fjölgunin í Ísafjarðarbæ hefur verið 1,8%, sem er aðeins meira en landsmeðaltalið og eru íbúar sveitarfélagsins nú 4.004 og hefur fjölgað um 69. Í Bolungavík eru nú 1.030 manns og hefur fjölgað um 12 frá 1. desember 2023.
Öll fjölgunin á Vestfjörðum er á norðanverðum Vestfjörðum, en þar nemur fjölguninni 74 manns. Á sunnanverðum Vestfjörðum, í nýja sveitarfélaginu Vesturbyggð hefur fækkað lítillega, úr 1.455 í 1.447. Í reykhólahreppi fækkaði um einn íbúa og á Ströndum fækkaði um 4. Þó var þar fjölgun í Kaldrananeshreppi um 9 manns eða 8,4% en á móti varð fækkun í Strandabyggð um 14 manns.