Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Prymat cumin sem var til sölu hjá Mini Market vegna náttúrulegrar eiturefna sem greindust yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað vöruna.
Tilkynningin um innköllunina kom í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einnig hefur Matvælastofnun fengið upplýsingar um innköllun á tveimur framleiðslulotum af Ali snitzel frá Síld og fiski vegna rangar merkinga en fyrir mistök var snitzel sem þarfnast eldunar pakkað í umbúðir fyrir fulleldað. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Ali
- Vöruheiti: Snitzel fulleldað
- Lotunr. 02.09.24 og 04.09.24, Best fyrir 23.09.24 og 25.09.24
- Nettómagn: Breytilegt
- Strikamerki: Hefst á 2353996…
- Framleiðandi: Síld og fiskur, Dalshrauni 9b, Hafnarfirði
- Dreifing: Verslanir Bónus, Krónunnar, Hagkaupa, Samkaupa, Fjarðarkaup, Kassinn og Kaupfélag V-Húnvetninga.