Þrjár milljónir fiska fóru í gegn um Drimlu á fyrsta starfsárinu, en laxavinnslan Drimla í Bolungarvík tók til starfa fyrir um ári síðan.
Vinnslan hefur gengið vel og þar hefur farið í gegn fiskur fyrir öll fyrirtækin sem ala lax á Vestfjörðum.
Í gær var stór áfangi en þá höfðu 3 milljónir fiska farið í gegn um vinnsluna.
Ætla má að útflutningsverðmætin séu á milli 15 og 20 milljarðar.