Matvælaráðherra ætlar á komandi þingi að leggja fram tillögur um breytingar á lögum varðandi sjávarútveg.
Breytingarnar byggja m.a. á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindarinnar okkar lögðu fram í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember árið 2023.
Áformaðar breytingar verða kynntar í samráðsgátt nú í haust.
Breytingarnar snúa m.a. að ákvæðum er varða gagnsæi og tengda aðila, strandveiðum, verndarsvæðum í hafi, Verkefnasjóði sjávarútvegsins auk breytinga á lögum um veiðigjald sem taka mið af fjármálaáætlun 2025-2029.
Jafnframt hefur innviðahópur sem matvælaráðherra skipaði í apríl sl. unnið að útfærslu innviðaleiðar í stað almenns byggðakvóta og er áætlað að hópurinn skili tillögum í september.