Bolvíkingafélagið: messukaffi á sunnudaginn

Kaffinefndin á undirbúningsfundi nýlega.

Bolvíkingamessa og kaffi Bolvíkingafélagsins 2024 verður sunnudaginn 6. október og hefst með messu kl 13.00 í Bústaðarkirkju.

Eftir messu verður kaffisamsæti Bolvíkingafélagsins í safnaðarheimili kirkjunnar.

Eru Bolvíkingar og ættmenni þeirra hvattir til að fjölmenna.

Innheimt verður kaffigjald kr 2.000 til að standa undir kostnaði. Hægt verður að borga með peningum og einnig verður stjórn félagsins með posa fyrir kortagreiðslu.

„Hlökkum til að sjá ykkur og hvetjum jafnframt til að deila þessari tilkynningu til Bolvíkinga“ segir í tilkynningu frá stjórninni.

Stjórn Bolvíkingafélagsins mun kynna hugmynd að jólahlaðborði sem stefnt er að hafa í Skíðaskálnum í Hverdölum.

DEILA