Bangsi MB 23

Ljósmyndari: Ólafur Árnason

Þessi bátur hét upphaflega Ketill Hængur NS 312 og var smíðaður úr furu í Noregi árið 1918.

Veturinn 1932 var hann seldur til Seltjarnaness og fékk nafnið Bangsi GK 75. Sumarið 1937 var hann seldur Ólafi B. Björnssyni á Akranesi, hélt nafninu en fékk einkennisstafina MB 23. Báturinn var lengdur árið 1940, og kannski er þessi mynd tekin þá?

Einar Guðfinnsson í Bolungarvík keypti Bangsa í nóvember árið 1943 og þá fékk hann einkennisstafina ÍS 80.

Bangsi fórst út af Rit í ofsaveðri 15. janúar 1952 og með honum tveir menn. Þremur mönnum var bjargað af björgunarskipinu Maríu Júlíu. (Heimild: Íslensk skip e. Jón Björnsson, 2. bindi).

Af vefsíðu Ljósmyndasafns Akranes

DEILA