Åse Vikse: Ég er þetta hús

 

Sýning í Edinborgarhúsinu 
26.9 – 29.9 2024  

Fimmtudaginn 26. september kl. 17-19 opnar norska listakonan Åse Vikse sem dvalið hefur í gestavinnustofum ArtsIceland undanfarnar vikur sýningu í Edinborgarhúsinu. Boðið verður upp á léttar veitingar og spjall. Sýningin stendur til sunnudagsins 29. september.

Á sýningunni er nokkur af þeim verkum sem Vikse hefur þróað á mánaðarlangri dvöl sinni hjá ArtsIceland. Verkin eru unnin á vinnustofu hennar í Aðalstræti 22 og víðar um Ísafjörð með yfirskriftinni „kortlagning Ísa“. 

Í þessu verkefni hefur Vikse kannað hvernig er að snúa aftur á stað og hugmyndina um hið stöðuga og hið breytilega. Þetta er sjötta heimsókn Vikse til Vestfjarða samhliða því að 30 ár eru liðin frá fyrstu kynnum hennar við þetta tignarlega og kraftmikla landslag. Fjölskylda systur hennar í Súðavík er ástæðan fyrir því að hún hefur heimsótt svæðið á mismunandi stigum lífs síns. Allt frá forvitnilegri og saklausri sýn unglings á stórkostlegt landslag, sem kemur fram í ljósmyndum af ótömdum hestum og bröttum fjallshryggjum, í gegnum fjölskyldubönd sem eru fléttuð saman, til listamanns sem snýr aftur til að skapa, fylgjast með og átta sig á því að allt og allir breytast óhjákvæmilega og að skynjun okkar á því sem er varanlegt getur verið óljós.   

Á meðan á dvölinni hefur staðið hefur Vikse hefur ráfað, fylgst með, kynnst, rekið aftur, gert tilraunir og skapað. Hún hefur rekist á sögur af Guggunni, Fal bátasmið og Slunkaríki sem vísað er til í verkum hennar, ofið saman við fólkið, húsin, hið stöðuga rek og því sem stendur enn.

Åse Vikse er þverfaglegur grafíklistamaður sem býr og starfar í Vestur-Noregi. Hún hefur listmenntun sína frá Bretlandi. Vikse talar um sjálfa sig sem ,,ráfandi” listamann og verk hennar byggja á rannsóknum með sterka áherslu á ferlistýrða vinnu. Hún dregst að landslaginu, sögu þess og íbúum, sem hún notar oft á virkan hátt í verkum sínum. Sem prentsmiður vinnur hún bæði með hefðbundna tækni eins og tréskurð, sem og nútímalegri einþrykk. Hið síðarnefnda tekur oft á sig mynd ,,listamannakorta“ sem spretta fram þegar listaverkið og listamaðurinn drekka saman í sig umhverfið.

www.asevikse.com

DEILA