Árný Huld ætlar að reka verslun og veitingasölu á Reykhólum

Árný Huld Haraldsdóttir og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir undirrita samninginn

Á mánudag undirrituðu þær Árný Huld Haraldsdóttir og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri, samning um leigu á verslunarhúsnæði Reykhólahrepps.

Árný, sem á nýliðnum Reykhóladögum var útnefnd íbúi ársins í Reykhólahreppi, mun hefja verslunar- og veitingarekstur á Reykhólum innan tíðar og er stefnt að því að opna í október.

Til að byrja með er ætlunin að vera með venjulegan heimilismat í hádeginu og helstu nauðsynjavörur í versluninni.

Hugmyndin er líka að halda viðburði af einhverju tagi fyrir alla aldurshópa.

Þegar nær dregur verður auglýstur opnunartími og fleira sem máli skiptir.

DEILA