Ríkissjóður fékk um 5,5 m.kr. í fiskeldisgjald af stóru slátruninni í Drimlu á sunnudaginn. Þá fóru 150 tonn af eldislaxi í gegnum laxasláturhúsið. Fiskeldisgjaldið er 37,80 kr fyrir hvert kg svo ætla má að það skili 5.670.000 kr. í fiskeldisgjald.
Þá fær hafnarsjóður Bolungavíkur góðar tekjur af umvifum sunnudagsins í aflagjöld og önnur hafnargjöld. Jónn Páll Hreinsson, bæjarstjóri taldi aðspurði telja að tekjurnar séu á bilinu 600 – 700 þúsund krónur.