Fiskistofa vekur athygli á því að búið er að afnema vinnsluskyldu í Skagafirði, nánar tiltekið Sauðárkrók og Hofsósi.
Matvælaráðherra hefur með auglýsingu tilkynnt um breytingu á sérreglum í sveitafélaginu Skagafirði um úthlutun byggðakvóta, þannig að nú er löndunarskylda innan sveitaféalgsins en vinnsluskyldan er felld niður.
Í þessu felst að afli sem landað er innan sveitafélagsins á tímabilinu 1. september 2023 til 18. ágúst 2024 og boðinn er upp á fiskmarkaði telst hafa verið landað til vinnslu í skilningi reglugerðar um úthlutun byggðakvóta.