Vikuviðtalið: Katrín Pálsdóttir

Í viðtali vikunnar er Katrín Pálsdóttir fjármálastjóri Bolungavíkurkaupstaðar og staðgengill bæjarstjóra. Gefum henni orðið:

Í ár er afmælisár Bolungarvíkurkaupstaðar og hefur margt verið í gangi í tilefni 50 ára afmælisins. Sjómannadagurinn og markaðsdagurinn var virkilega flottur þetta árið þar sem mikið var lagt í dagana í tilefni hátíðarhaldanna. Fjöldi fólks kom og sótti viðburðinn og tók þátt í honum á ýmsa vegu. Sveitarfélagði var virkilega ánægt með vel heppnaða daga og ofan á allt var veðrið fullkomið. Mikill straumur hefur verið til Bolungarvíkur í sumar meðal annars á sjóminnjasafnið Ósvör, upp á Bolafjall, í sundlaugina, Einarshús og fleiri viðkomustaði í sveitarfélaginu. Við höldum á að gera umhverfið í kringum útsýnispallinn á Bolafjalli sem eftirsóknaverðastan þannig fólk geti komið og notið einstaks útsýnis yfir náttúrufegurðina sem er allt í kringum svæðið. Vestfirðirðingar eru heppnir að eiga svona fallega náttúruparadís hvert sem við lítum og getum notið þess í allskonar veðri og fengið sem bestu upplifunina sem hentar öllum.

Ég hef því miður þurft að breyta högum mínum þannig að ég er stundum starfandi fjármálastjóri Bolungarvíkur fyrir sunnan og stundum fyrir vestan þar sem tvíburarnir mínir fluttu suður til Hafnarfjarðar í menntaskóla og æfa sund með sundfélagi Hafnarfjarðar. Mikilvægasta í lífinu er að styðja bornin sín í gegnum þeirra drauma og létta þeim lundina til að ná markmkiðum sínum. En ég trúi því að þarna eru á ferðinni ólympíutvíburar í sundi, gætum örugglega stofnað veðbanka og séð úrslitin eftir 4 ár 🙂

Ég er sjálf mikil íþróttakona og hef verið upptekin þetta ár við að keppa um allan heim og gengið virkilega vel. Árið byrjaði í Valencia á Spáni þar sem ég keppni í hálfum járnkarli, svo fór ég til Girona og keppni í 200 km malarhjólreiðum, fór svo til Tenerife og keppti í 180 km götuhjólakeppni og var þar reyndar í 2 sæti en ég fékk sérstakt boð í þessa keppni þar sem ég hafði áður farið og gengið vel. Eftir það fór ég til Portugals og tók þátt í Evrópumóti í þríþraut. Keppti í tveim greinum þar og var í fyrsta sæti í báðum greinunum í mínum flokki, þetta var utanvegar þrírþaut og tvíþraut en í tvíþrautinni var ég einnig önnur yfir alla kvennkeppendur í Evrópu. En svo tók ég einnig þátt í stórri keppni á Íslandi sem er 200 km malarkeppni og kallast Riftið og er staðsett á Hvolsvelli, þessi keppni er hluti af Gravel world seriu og koma helstu malarhjólreiða stjörnur heimsins til Íslands og keppa fyrir sitt lið. Ég var svo lukkuleg að vinna almenna flokkinn og vera einnig fyrsta íslenska konan en tek samt fram að ég var númer tíu af atvinnukonunum sem stunda malarhjólreiðar sem atvinnu. Ég er náttúrlega bara fjármálastjóri í Bolungarvík og sinni íþróttastarfi sem áhugamál ásamt því að hugsa um íþróttatvíburana og öllu því sem fylgir.

Í sumarfríinu stökk ég til Sviss í Alpana en það hafði lengi verið draumurinn minn að hjóla í Ölpunum, ég læt eina mynd fylgja með sem sýnir fegurðina og fjöllin. En þegar maður elst upp í svona fallegu fjallaþorpi eins og Bolungarvík þá er það eitthvað við fjöllin sem maður sækir svo mikið í, þetta er óútskýrð orka sem sogast inn í hjartað mans og gefur manni svo mikið. Svolítið eins og að hlaða símann sinn, eftir góðan tíma í kringum fjöllin þá er maður fullhlaðinn í hjartanu.

DEILA