Úthafsrækjuveiði dregst saman

Úthafsrækja. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að afli úthafsrækju hvors fiskveiðiárs 2024/2025 og 2025/2026 verði ekki meiri en 4537 tonn.

Ráðgjöf yfirstandandi fiskveiðiárs (2023/2024) var 5022 tonn.

Stofnvísitala úthafsrækju hefur lækkað frá árinu 2018 en er yfir varúðarmörkum.

Veiðar á úthafsrækju hófust upp úr 1970 en þær fara fram fyrir norðan land. Afli var lítill fyrsta áratuginn en jókst jafnt og þétt frá árinu 1982 þar til hámarki var náð árið 1997 en þá var landaður úthafsrækjuafli 62 þús. tonn.

Aflinn minnkaði hratt eftir árið 1997 og náði sögulegu lámarki árið 2006 þegar 600 tonnum var landað. Árlegur afli 2014-2020 var að meðaltali 3300 tonn og hefur farið minnkandi frá árinu 2012 þegar 7350 tonnum var landað.

Árið 2020 var landaður afli 1960 tonn, sem er minnsti afli síðan á árunum 2006-2008.

DEILA