Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra heldur opinn fund um orkumál í Edinborgarhúsinu, Aðalstræti 7, á mánudaginn þann 2. september kl 20:00.
Á fundinum verður einnig farið yfir stöðu þeirra aðgerða sem kynntar voru í skýrslu ráðuneytisins um tækifæri og áskoranir Vestfjarða. Einar Kristinn Guðfinnsson formaður starfshópsins verður gestur á fundinum.
Aðrir í starfshópnum voru Jón Árnason, þáverandi forsenti bæjarstjórnar Vesturbyggðar og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.
Starfshópurinn benti á að innan við helmingur raforku fjórðungsins væri framleiddur innan fjórðungs og á næstu 7 árum myndi raforkuþörf Vestfjarða aukast um 35 MW. Lagði starfshópurinn áherslu á uppbyggingu raforkuframleiðslu í fjórðungnum. Nefnar eru nokkrar vatnsaflsvirkjanir Hvalárvirkjun, Austurgilsvirkjun, Kvíslartunguvirkjun og Vatnsdalsvirkjun og áhersla lögð á mikilvægi þess að staðsetning tengipunktar í Ísafjarðardjúpi verði ákveðin með hliðsjón af því að orkan nýtist Vestfjörðum sem best.