Trékyllisheiðin 2024

Vinningshafar 2021

Trékyllisheiðin er utanvegahlaup sem fer fram á Ströndum í fjórða sinn laugardaginn 17. ágúst 2024. Skíðafélag Strandamanna stendur að hlaupinu, en Strandagöngur félagsins eru vinsæll hluti af Íslandsgöngu Skíðasambands Íslands.

Bækistöðvar félagsins eru í nýlegum skíðaskála á Brandsholti í Selárdal inn af botni Steingrímsfjarðar, u.þ.b. 16 km norðan við Hólmavík. Þar enda öll hlaupin.

Öll hlaupin eru viðurkennd af ITRA (Alþjóða utanvegahlaupasambandinu) og eru hluti af Landskeppni ITRA á Íslandi

Lengsta hlaupið sem er 48 km. hefst við félagsheimilið í Árnesi í Trékyllisvík, næstlengsta hlaupið 25;7 km hefst við Hótel Djúpavík í Reykjarfirði og það þriðja á Bjarnarfjarðarhálsi milli Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar en það hlaup er 16.5 km. Ungmennahlaupið sem er 3.7 km hefst svo við eyðibýlið Bólstað í Selárdal.

Sætaferðir verða frá skíðaskálanum að rásmörkum hlaupanna og sem fyrr segir enda öll hlaupin við skíðaskálann.

Í markinu er boðið upp á kökur og kjötsúpu

DEILA