Tré ársins 2024 í Varmahlíð Skagafirði

Tré ársins 2023 á Seyðisfirði. MYND skog.is

Í tilefni útnefningar Tré ársins 2024 verður viðburður í Varmahlíð í Skagafirði sunnudaginn nk. 8. september kl. 16:00.

Athöfnin fer fram í skógarlundi í Varmahlíð sunnan við Mánaþúfu. Lundurinn er í eigu Skógræktarfélags Skagfirðinga. Er þetta í fyrsta skipti sem Tré ársins er valið í Skagafirði og því um stórviðburð að ræða. 

Tónlist verður leikin af fingrum fram, ávörp og kaffiveitingar í boði Skógræktarfélags Íslands á Hótel Varmahlíð.

Tré ársins 2023 var sitkagreni (Picea sitchensis) á Seyðisfirði, ofan við Hafnargötu 32. Á vef Skógræktarfélags Íslands segir að  hjónin Haraldur Aðalsteinsson og Sigurbjörg Björnsdóttir gróðursettu tréð árið 1975, en þau bjuggu í húsinu Sandfelli, sem nú er horfið.

DEILA